fbpx

Box.net 50GB

iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. Box.net hefur nú gert gott betur, og býður eigendum iOS tækja (iPhone, iPad, iPod Touch) 50GB ævilangt, og það notendum að kostnaðarlausu.

Eina sem notendur þurfa að gera er að ná í Box.net forritið og opna það fyrir 1.desember, og innskrá sig (eða nýskrá). Til samanburðar þá kostar svipað rými $100/ár á iCloud og $19.99/mán hjá Dropbox. Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar. Það segir samt enginn nei við fríum 50GB í dag.

Box.net

Avatar photo
Author

Write A Comment